01 October 2010

Mikilvæg skilaboð til foreldra - Íbúagáttin

Minni á að þann 1. október opnar á ný fyrir umsóknir um íþrótta- og tómstundastyrki.

Frestur til að staðfesta þátttöku vegna haustannar 2010 (sept. – des.) er til og með 15. október. Gáttin er aðeins opin einu sinni á þessu tímabili.


Með staðfestingu í gegnum Íbúagáttina samþykkir forráðamaður barns að Hafnarfjarðarbær greiði viðkomandi félagi niðurgreiðsluna vegna þátttöku barnsins í námskeiði á vegum félagsins.


Nánari upplýsingar um íþrótta- og tómstundastyrkina eru í Íbúagáttinni,
www.hafnarfjordur.is , en einnig hjá Þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar í síma 585-5500 og hjá Íþróttabandalagi Hafnarfjarðar í síma 555-2300.

Einnig er hægt að hringja í íþróttastjóra félagsins og fá nánari upplýsingar s: 525-8702. Minni á að ef viðkomandi staðfestir ekki á tímabilinu 1.-15. október þá kemur greiðsluseðill fyrir upphæðinni á viðkomandi fjölskyldu.

17 September 2010

Kristján Arnar Ingason nýr þjálfari

Kæru foreldrar og iðkendur
Kristján Arnar Ingason hefur verið ráðin yfirþjálfari kvennaflokkanna og mun ásamt því þjálfa 5. og 6. flokk kvenna. Kristján Arnar hefur mikla reynslu af þjálfun og kennslu í gegnum árin.

Við bjóðum Kristján Arnar velkominn til starfa og væntum mikils af honum.

Hér eru æfingatímar vetrarins:

Fimmtudagar
kl. 17:00-18:00 Gervigras

Föstudagar
kl. 16:00-17:00 Gervigras

Sunnudagar
kl. 11:00-12:00 Risinn (byrjar frá og með 3. okt.)

Áfram Haukar
Guðbjörg Norðfjörð
Íþróttastjóri

Uppskeruhátíð 2010

Uppskeruhátíð 2010

Yngri flokka Hauka í knattspyrnu á Ásvöllum

sunnudaginn 26. september kl. 12:00

Mömmur, pabbar, ömmur, afar og systkini eru velkomin.
Veisla verður í íþróttasalnum að lokinni verðlaunaafhendingu.
Allir krakkar í 4. 5. 6. 7. og 8. flokki koma með köku eða aðrar veitingar fyrir veisluna að lokinni verðlaunaafhendingu.
Skila kökum og veitingum kl. 11:45 inn í veislusal .

10 September 2010

Kæru foreldrar og iðkendur
Nú eru hlutirnir að farnir að gerast. Við erum búin að ráða yfirþjálfara og mun hann líka þjálfa 2. flokka. Við eigum þá eftir að ráða þjálfara á 2 flokka til viðbótar og það mun vonandi skýrast í byrjun næstu viku. Þar sem tímabilið hjá flestum félögum er að klárast þá verður yfirþjálfarinn ekki klár fyrr en eftir næstu helgi og í næstu viku mun verða ákveðið hver tekur hvaða flokk. Þess vegna höfum við fengið Jóhann Unnar (pabba Alexöndru) til að þjálfa 5.-6. flokk í næstu viku. Æfingatímarnir verða þessir:

Þriðjudagur
5. flokkur kl. 16:00-17:00
6. flokkur kl. 17:00-18:00

Fimmtudagur
6. flokkur kl. 15:30-16:30
5. flokkur kl. 16:30-17:30

Í lok vikunnar verða þessar breytingar tilkynntar ásamt nýrri æfingatöflu.

Takk fyrir þolinmæðina kæru foreldrar og iðkendur

Áfram Haukar
Guðbjörg Norðfjörð
Íþróttastjóri Hauka

07 September 2010

Æfingin í dag þriðjudag

Æfingin í dag er kl. 16:00-17:00.

Æfingatímar

Kæru foreldrar og iðkendur
Við erum enn að vinna í þjálfaramálum og leysast þau mál vonandi nú í vikunni. Ragga mun vera með ykkur út þessa viku og vil ég biðja foreldra að fylgjast vel með á blogginu varðandi æfingatíma. Á morgun, miðvikudag, mun koma út "flyer" með kynningu á vetrarstarfi Hauka og þar verða aðrir æfingatímar tilteknir. EKKI TAKA MARK Á ÞEIM ÆFINGATÍMUM STRAX, BLOGGIÐ MUN ALLTAF VERA MEÐ RÉTTA ÆFINGATÍMA. Það er því mikilvægt að fylgjast vel með hér á blogginu.

Um leið og við erum búin að ráða þjálfara þá verður það tilkynnt.

Takk fyrir þolinmæðina og hjálpina í því að gera gott félag betra.

Áfram Haukar
Guðbjörg Norðfjörð
Íþróttastjóri Hauka

05 September 2010

Tilkynning frá íþróttastjóra

Knattspyrnudeild Hauka stendur í því þessa dagana að ráða þjálfara á kvennaflokka félagsins. Við erum að leita að einstaklingi í 100% starf sem yfirþjálfara og að auki mun þessi sami aðili þjálfa 3 flokka hjá félaginu. Af þessum sökum hefur þjálfunin ekki verið í jafnvægi sem við hörmum en við viljum biðja forelda/forráðamenn að gefa okkur tíma út þessa viku til að vinna í málunum. Ragnheiður Berg mun sjá um þjálfun 5.-6. flokks kvenna í þessarri viku eða þar til málin leysast á farsælan hátt. Með þessu viljum við bæta faglega þátt starfsins til muna og búa markvisst vel að okkar frábæru iðkendum.
Æfingatímar flokkanna munu líklega breytast eitthvað og því verð ég að biðja forráðamenn um að fylgjast vel með hér á bloggsíðunni og á heimasíðu félagsins.

Áfram Haukar
Guðbjörg Norðfjörð
Íþróttastjóri Hauka

30 August 2010

!!!!

Stelpur !!!

Það eru komnir æfingatímar inná Haukar.is .... tékkið á því ! Því miður þá er ekki komið á hreint, hver verður með þennan flokk :S og ég veit ekkert meira en þið !!!

kveðja
Ragga

26 August 2010

!!!

UPPSELT I HERJOLF A LAUGARDAG, veit ekki hvernig fer med tennan leik okkar :(
C lid....boltastelpur a sunnudag, maeting kl. 13:30 a Asvelli ! Latid mig vita ef tid komist ekki.

Er med mida fyrir ykkur a Haukar-Keflavik a laugardaginn !

25 August 2010

Flokkaskipting og ny aefingatafla a manudag !

C-lid.....heyrdi e-d um ad thad vaeri uppselt med Herjolfi, veit ekki hvad er ad marka thad !
Laet uppl. inn a morgun tegar eg er buin ad tekka a tessu.