26 May 2007

Leikur á mánudaginn 28.maí - Pæjumót í júní

Það var hrikalega léleg mæting æfinguna í gær, föstudag. Líklegast spilar inn í að nú er hvítasunnuhelgi og starfsdagur var á föstudaginn í öllum skólum Hafnarfjarðar - sem líklega hefur raskað eitthvað deginum hjá mörgum. En það breytir því ekki að á mánudaginn er fyrsti leikurinn í Íslandsmótinu! A- og B-liðin spila á móti Aftureldingu á Varmárvelli í Mosfellsbæ kl. 16:30 og 17:20. Það er mæting hjá A-liðinu ekki seinna en kl. 16:00 og B-liðinu kl. 16:30.

Á foreldrafundinum eftir pizzapartíið tilkynnti ég liðskiptinguna fyrir Íslandsmótið. Svona verða liðin að mestu leyti í sumar en þessi skipting er alls ekki heilög. Ef ég tel ástæðu til þá mun ég færa stelpur á milli liða. Það er allt undir ykkur stelpur komið hvort þið verðið færð upp eða niður um lið. Mætingar, áhugi og frammistaða er það sem vegur þyngst.


A-lið B-lið C1-lið C2-lið
Lára Halldóra Elísa Ingeborg
Nína Yrsa Kolka Sunna Andrea Sól
Sesselja Olga Auður María (Maja)
Helga María Soffía Bekrije Helena
Ragnheiður Fanney Birgitta María Rós
Anna Lára Heiða Gyða Tanja
Hildur Kristrún Kristín Yrsa
Harpa Silja Heba Telma
Matthildur Arna Elsa Ragney


Andrea Íris



Kristjana

Þar sem það eru forföll hjá sumum þá ætla ég að biðja Bekrije, Birgittu og Auði að mæta með B-liðinu á mánudaginn og biðja Kristrúnu að mæta með A-liðinu.
Þar sem ég náði ekki að koma skilaboðum um þennan leik til allra þá vil ég biðja ykkur sem lesið þetta og eigið að mæta á mánudaginn að STAÐFESTA MÆTINGU Í ATHUGASEMDUM!

Það síðasta mikilvæga, sem meðal annars var rætt á foreldrafundinum, er að stelpur á eldra árinu, fæddar 1995, eiga að skila til mín Skráningarblaði sem fyrst út af þátttöku á Pæjumótinu sem er 14.-16. júní í Vestmannaeyjum. Foreldrar mega einnig senda mér tölvupóst þar sem þátttakan er staðfest. Athugið að skráningin er bindandi! Skráningarblöð og upplýsingabækling um mótið má nálgast hjá mér, og inni á www.ibv.is/paejumot

13 comments:

Anonymous said...

er ekki að fatta??**

. said...

hvað ertu ekki að fatta?

Anonymous said...

EN ER ÆFING Á MÁNUDAGINN ÞEGAR LEIKURINN ER HJÁ A OG B LIÐINU ER ÞÁ ÆFING HJÁ C1 OG C2????
SVARA FLJÓTT...

KV.ELÍSA

Anonymous said...

med ad staðfesta eg meina hver á að gera það???

. said...

Þær sem eiga að mæta í leikinn eiga að staðfesta að þær viti af leiknum og mæti

Anonymous said...

Ekki spurnig að ég mæti. Ég var að koma af Neskaupsstað og mæti hress og tilbúin í leikinn.


Kveðja , Lára Rut

Anonymous said...

ég kemst ekki er á Akureyri

Kv. Fanney

Anonymous said...

Ég mæti á leikinn


-Auður

Anonymous said...

ég mæti 100%





-_Silja_-

Anonymous said...

HÆ þetta er Olga ég kem!

Anonymous said...

Hæ þetta er Silja ég get eiginlega ekki verið í marki í leiknum í dag

Anonymous said...

hvað er málið með clið-1 og clið-2

Anonymous said...

ég var á akureyri:( var að koma heim fyrir hálftíma:D

en ég veit ekki hvort að ég fari til eyja;

- Sesselja.