Sælar stelpur
Jæja nú er langt ferðalag að baki á Höfn í Hornafirði. Þið stóðuð ykkur með mikilli prýði og við erum rosalega stolt af ykkur :)
Leikurinn á móti Þór fór 2-0 (þarna voruð þið ekki alveg vaknaðar)
Leikurinn á móti Breiðablik fór 4-2 (þessi leikur var skemmtilegur og það var rosa barátta hjá ykkur.
Leikurinn á móti Sindra 4-1 (glæsilegt spil og gaman að enda mótið með sigri á Sindra)
Við farastjórar Elin, Særún, Magnea og Alfreð skemmtum okkur vel og létum í okkur heyra upp á pöllunum (aðallega Særún.... ) og skemmtum okkur líka vel yfir tilburðum fröken Natalíu (Michael Jackson)og vildum segja frá að þið allar voruð til fyrirmyndar bæði í leik og starfi og vonum að þið höfðuð það fínt yfir helgina.
Tóti þetta er glæsilegur árangur hjá stelpunum bæði A og B liði og er frábært að sjá framfarir hjá þeim öllum :)
bestu kveðjur
Elin (mamma Írisar)
30 August 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Takk fyrir yndislega helgi þetta var æðislega gaman og þið eruð langggg bestar Hauka stelpur:)
kv Særún:):)
Post a Comment