Komið þið sæl kæru Króksfarar
Það var fín mæting á fundinum í gær og við ræddum ýmislegt í sambandi við mótið og fyrirkomulagið.
Steinunn (mamma Þóru) ætlar að gista hjá stelpunum á Króknum og við hin/foreldrar ætlum að skipta með okkur verkum t.d. að hjálpa til þegar stelpurnar eru að hita upp og vera þeim innan handar.
Þá er það næsta mál "eru einhverjir með laus pláss í bílnum hjá sér" það eru nokkrar stelpur sem vantar far á Krókinn. Skráið hér fyrir neðan ef þið hafið laust pláss.
Tóti talaði um að það væri gott að það væru 2 fararstjórar fyrir liðin (sitthvort liðið). Við finnum út úr því á staðnum og endilega bjóða sig fram til að hjálpa enda erum við ansi mörg sem förum þ.e. foreldrar.
Ég vil minna þá á sem eru að fara á Krókinn að greiða mótsgjaldið inn á reikning 0140-26-4482 kt. 20050-4489 (Elín Ása Þorsteinsdóttir) 7000 kr. og greiða sem allra fyrst (síðasta lagi miðvikudagur 24.júní ) Ég sé síðan um að borga fyrir stelpurnar mótsgjaldið.
Þá ætti allt að vera komið á hreint fyrir Krókinn en ef það er eitthvað þá er hægt að ná í mig í síma 696-5793.
bestu kveðjur
Elin (mamma Írisar)
19 June 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Sæl
Það er laust pláss hjá mér norður.
kv. Steinunn
Æðislegt :)
Fær Brynhildur Ýr far með þér?
Kv. Bryndís
Já Brynhildur fær far hjá mér
kv. Steinunn
Post a Comment