
Laugardaginn nk. þann 12. apríl eru 77 ár síðan þrettán eiturhressir guttar stofnuðu Knattspyrnufélagið Hauka. Í tilefni afmælisins verður Almenningshlaup Hauka haldið á Ásvöllum á laugardaginn kl. 13:00. Boðið verður upp á 7 km hlaup, Ástjarnarhringinn (ca. 2,5 km) og svo stuttan hring til göngu eða skokks á Ásvallasvæðinu fyrir þá yngstu og aðra rólegri. Skráning hefst klukkan 12:00 og eru allir hvattir til að taka þátt. Stelpur takið endilega foreldra ykkar með í hlaupið. Eftir hlaupið er svo afmæliskaffi fyrir alla hlaupagikki í Veislusalnum í Íþróttamiðstöðinni.
Það er tilvalið fyrir allar metnaðarfullar b-liðs stelpur að taka þátt í hlaupinu fyrst þær eru ekki að spila þennan dag, og svo geta A-liðs stelpurnar sýnt hvað þær eru í frábæru formi og spilað leikinn um morguninn við Álftanes á Ásvöllum og hlaupið líka í hlaupinu!
Mætum öll!
4 comments:
hæmm .. hvar verður leikurinn á móti álftanesi ?:)
kv . hildur =]
hverjar fara að keppa? kv. HeiðaR (:
jám seigi það sama ;d .. hverjir fara að keppa:D
Ég kem í hlaupið.
Brynhildur
Post a Comment