Hæ.
Við erum að fara í Vogana á morgun föstudag og er mæting kl. 1930-2000 í íþróttahúsið.
Stelpurnar eiga að vera búnar að borða kvöldmat áður en þær mæta og hafa með sér kvöldhressingu.
Það sem þarf að koma með er:
- hlý útiföt, förum í göngutúr
- sundföt og handklæði
- dýnu og sæng/svefnpoka
- tannbursta og aðrar snyrtivörur
- innanhússskó, íþróttaföt (þarf ekki takkaskó þar sem við verðum bara inni)
-morgunmat fyrir laugardags- og sunnudagmorguninn
- 1*hádegismat og eitthvað í síðdegiskaffið á laugadeginum
- þið megið koma með I-pod, GSM, CD og spil (ekki tölvuleiki) ef þið viljið
Pening: 2000kr sem er fyrir húsi/aðstöðu og pizzu, en Tóti kemur með nammi fyrir kvöldið.
En stelpurnar mega koma með sinn nammipoka ef þær vilja.
Sunnudagur:
Sækja stelpurnar kl. 1200.
Tóti verður með mynd til að horfa á og verður farið leiki og haft gaman.
Ásta (S:824 9950) mamma Svandísar verður með á föstudeginum, Bolli (S:860 9220) pabbi Svandísar verður á laugardeginum og þá verður Sara líka.
Kveðja f.h. foreldraráðs / Bolli & Ásta
24 January 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
8 comments:
hæjj
kemst pottþétt í vogana...!
Kv. Ragney Lind...
hææj kemst í vogana en verður henni frestað útaf veðrii ? :D
Kv. Aþena
hæ hæ tóti þetta er natalía en herðu það er búið að loka veginum þannig förum við nokkuð í vogana?:S kv:natalía
HÆ,Tóti,ég kem í vogana.
Kv.Brynhildur
hæhæ
verður farið í kvöld??..Það er spáð vondu veðri seinnipartinn..
kveðja Elísa..
ég kem pottþétt .....
en verður farið ?...
vonandi ..
kv Arna .... !!! :)
Hæ Ég kem í Vogana :)
Kveðja Elma
Hæ tóti eg kem í vogana en er ekki lökaður vegurinn þvi það verður spáð vondu veðri :S en allavegana sjáumsnt í kvöld :)
kv thelma lind
Post a Comment