23 August 2007

Landliðspartý á sunnudaginn

Sara Björk, okkar ástkæri þjálfari, verður vonandi í eldlínunni á sunnudaginn þegar A-landslið Íslands mætir Slóveníu á útivelli í Evrópukeppninni. Leikurinn er sýndur í beinni kl. 15:00 og tilefni þess að tímabilinu er að ljúka og sjéns er á að Sara Björk birtist á skjánum, þá ætlum við að hittast á 2. hæðinni á Ásvöllum kl. 14:45 og horfa á leikinn, spjalla og skemmta sjálfum okkur og öðrum.

Þeir sem vilja geta tekið með sér 500 kr. og pantað pizzur með hinum sem vilja - engin skylda. Það má líka taka með sér smá "sparinesti", borðspil til að spila með þeim sem nenna kannski ekki að horfa á allan leikinn, og annað ekki of truflandi dót.

Allar að mæta OG EITT Í VIÐBÓT!!!!
Takið allar með ykkur skólastundatöflurnar ykkar fyrir veturinn svo ég geti ljósritað þær og séð hvaða æfingatímar henta best í vetur.

3 comments:

Anonymous said...

hvenar verða æfingar

Anonymous said...

hæjj ég kemst ekki á eftir á ásvelli en skemtið ykkur vel

kv. Fanney

Anonymous said...

kemst ekki í dag að horfa á söru er að fara´i skrin!

-soffía