15 August 2007

Eyjaferðin - leiðrétting á plani!

Sælar stelpur og takk fyrir Eyjaferðina. Hún var virkilega vel heppnuð og þið eigið hrós skilið fyrir hegðun og fótboltaframmistöðuna. Ég ætla að reyna að setja inn umsagnir um leikina hérna fyrir Fylkisleikinn á föstudaginn.

Sem leiðir mig að næstu tilkynningu. Það var smá vitleysa á blaðinu sem ég dreifði um Eyjaferðina. Leikjaplanið sem er framundan lítur svona út:
  • Fimmtudagur 16. ágúst. Æfing kl. 13 á Ásvöllum.
  • Föstudagur 17. ágúst. Haukar - Fylkir á Ásvöllum. A- og C-lið kl. 16:30 og B-lið 17:20
  • Mánudagur 20. ágúst. HK - Haukar í Fagralundi. A- og C-lið kl. 15:30 og B-lið 16:20
  • Þriðjudagur 21. ágúst. Æfing kl. 13 á Ásvöllum.
  • Miðvikudagur 22. ágúst. Haukar - Stjarnan á Ásvöllum. A-lið kl. 16:30 og B-lið 17:20
  • Fimmtudagur 23. ágúst. FRÍ!
  • Mánudagur 27. ágúst - Hausttaflan tekur gildi.
Sem sagt nóg fjör framundan og um að gera að enda sumarið með stæl og stela stigum að einhverjum af þessum sterku liðum sem við eigum eftir að keppa við.

9 comments:

Anonymous said...

Hæ heyrðu þegar ég kom heim og tók úr töskunni minni var ég með tvær hummel stuttbuxur eina sem ég á og einar sem eru ómerktar og nr.170

Ef þú saknar buxnanna þinna þá kem ég með þér á æfingu mrg(fimmtudaginn)

Anonymous said...

kemst ekki á æfingu í dag fimmtudagur 16
kv Gyða

Anonymous said...

er búin að vera uppí bústað og sona þannig ég er ekki búin að komast á æfingar og keppa en veit ekki hvort ég kemst á HK leikinn á morgun...

Anonymous said...

Á að mæta í fagralund kl 3:00 bæði a,c og b????

. said...

Allar að mæta klukkan 15:00!!

Anonymous said...

Ég komst ekki seinustu viku útaf ég var á Hvammstanga.. Og æeg kemst ekki að keppa..:( En er æfing??

Anonymous said...

Ég kemst ekki á æfingu í dag ég er með svo mikla hálsbólgu og ég vil ekki verða meira veik...


Helga/21 Ágúst

Anonymous said...

hæj,,þetta er matthildur og Guðrún maría við komumst ekki á æfingu í dag:S,,

Kv;Matthildur og Guðrún maría:D

Anonymous said...

hvenar eða klukan hvaöð verða æfingar þegar skolinn byrjar

kv Silja Faney