Ég vil minna fólk á að nú eiga allir að hafa gert upp æfingagjöldin fyrir tímabilið 2006-7. Æfingagjaldið er 34.000 krónur og er hlutur iðkenda 10.000 krónur, sem þýðir að Hafnarfjarðarbær greiðir niður 24.ooo krónur af æfingagjaldinu. Æfingatímabilið er september 2006 til út ágúst 2007.
Ef þér hefur ekki borist greiðsluseðill er líklegt að Haukar séu með rangar, eða engar upplýsingar, um iðkandann. Til að kippa því í liðinn bendi ég fólki á að ná sér í skráningarblað hérna á valmynd til hægri og koma með á næstu æfingu. Þá höfum við þær upplýsingar sem bankinn þarf til að senda út greiðsluseðil.
Stelpur! Spyrjið foreldra ykkar hvort þau séu búin að ganga frá æfingagjöldunum!
Ef þér hefur ekki borist greiðsluseðill er líklegt að Haukar séu með rangar, eða engar upplýsingar, um iðkandann. Til að kippa því í liðinn bendi ég fólki á að ná sér í skráningarblað hérna á valmynd til hægri og koma með á næstu æfingu. Þá höfum við þær upplýsingar sem bankinn þarf til að senda út greiðsluseðil.
Stelpur! Spyrjið foreldra ykkar hvort þau séu búin að ganga frá æfingagjöldunum!
No comments:
Post a Comment