Þá er jólafríinu lokið og allt komið aftur á fullt. Það er nóg í gangi framundan! Í febrúar munum við kíkja í heimsókn í Laugardalinn til Þróttar, en efst á baugi er laugardagurinn 3. febrúar þegar flokkurinn mun halda suður með sjó í Vogana og dvelja í íþróttahúsi/tómstundaheimilinu þar á bæ í einn sólarhring og bralla ýmislegt skemmtilegt. Þar verða settir upp "Ólympíuleikar" þar sem stelpunum verður skipt í lið sem keppa sín á milli í hinum ýmsu íþróttagreinum. Einnig verður haldið pizzapartý, kíkt í sundlaugina sem er við íþróttahúsið og margt fleira til að þjappa stelpunum saman.
Á næstu æfingum mun ég dreifa skráningarblöðum fyrir Vogaferðina. Því skráningablaði, ásamt 1900 kr. þátttökugjaldinu, þarf að skila til mín í síðasta lagi á fimmtudagsæfingunni 1. febrúar
Það sem ég gleymdi að taka fram á skráningarblaðinu sem ég er búinn að dreifa er að heimferð úr Vogunum er kl. 13:00 á sunnudeginum sem þýðir að við verðum á Ásvöllum í kringum 13:20.
19 January 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment