Þá er gamla árið búið og nýtt gengið í garð. Ég þakka ykkur iðkendum, foreldrum og öðrum tengdum flokknum fyrir árið sem var að líða og vona að nýja árið verði besta ár ykkar allra til þessa.
En nú fer að styttast í að alvaran taki aftur við og æfingar hefjist. Fyrsta æfingin er í Risanum mánudaginn 15. janúar kl. 17:00 eins og hefur verið. Æfingataflan mun haldast óbreytt en að öllum líkindum verðum við í janúar og febrúar með eina æfingu í viku sameiginlega með handboltanum - æfinguna sem er á sama tíma og handboltaæfing, svo að æfingataflan myndi þá ekkert breytast nema hvað að þessi eina æfing yrði innanhúss á Ásvöllum í staðinn fyrir utanhúss. Nánar um það síðar.
Nú er bara að nota restina af fríinu til að koma sér í gírinn fyrir æfingarnar: dusta rykið af fótboltaskónum og drífa nokkrar stelpur út á völl og byrja að spila. Veðrið er fínt og eflaust margar sem dauðlangar út á völl til að spila fótbolta.
Sjáumst 15. janúar
02 January 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
7 comments:
Yess þetta er búið að vera allt of langt frí ég er alveg að deyja ég hlakka svo til 15.janúar :D sjáumst þá stelpur og Strákur ;) bæbæ
kveðja Lára
AKKURU SVONA LANGT FRÍ ÞAÐ ER ÉR AÐ DEYJA MÉR HLAKKAR SVO MIKKIÐ TIL AÐ FARA Á ÆFINGU :) EN SJÁUMST
KV SONJA
Hæ hæ hlakka til að koma á æfingu en get víst ekki mætt á mánudagsæfingar þar sem ég er í leiklist á mánudögum.
Kveðja Fanney
KRISTJÁN ÓMAR það skiur einginn hve mikið ég sakna þess að mæta á æfingar :( ég get ekkI beðið :(
kV Lára
Kristján
Steinar kannast ekkert við að hafa þessa sameiginlega æfingu ! :S til hvers að hafa þessar æfingar!???'
Kv Ragnheiður.
því þarf fríið að vera svona leingi sjöundi flokkur kvk er birjaður að æfa kv Sonja
AKKURU SVONA LANGT FRÍ ÞAÐ ER ÉR AÐ DEYJA MÉR HLAKKAR SVO MIKKIÐ TIL AÐ FARA Á ÆFINGU :)
Post a Comment