11 November 2006

Svalamótið á Skaganum vel heppnað

Ferðin upp á Skaga tókst mjög vel. Alls spiluðu 19 stelpur, 9 með A-liðinu og 10 með B-liðinu. Anna Lára gat ekki spila vegna meiðsla, Helga María var upptekin og þá var Harpa Marín búin að vera veik og kom því ekki með.

A-liðið spilaði virkilega vel í fyrsta og þriðja leiknum á móti Stjörnunni (2-0) og Grindavík (3-2) en í öðrum leiknum unnu ÍA okkur 1-0. B-liðið átti erfitt uppdrátta og tapaði sínum leikjum. Þrátt fyrir það var margt jákvætt í spilinu hjá B-liðinu, sérstaklega með það í huga að margar af stelpunum þar voru að spila í fyrsta eða annað skipti á móti. Margar hafa sýnt framfarir á þessum stutta tíma sem ég hef þjálfað flokkinn og alveg ljóst að sú þróun á bara eftir að halda áfram hjá þeim sem munu æfa vel og sýna áhuga.

Því miður komu myndirnar sem ég tók inni í húsinu frekar illa út. Ég skelli samt nokkrum myndum hérna inn á morgun.

No comments: