Núna er að fara í gang ákveðið hvatningarkerfi hjá yngri flokkum Hauka sem ég hef ákveðið að kalla "Jongl-keppnin". Ég skal útskýra: frá og með nú þýðir sögnin "að jongla" einfaldlega að halda bolta á lofti. Á sænsku heitar þetta að "jonglera" og á ensku "to juggle". Það sárvantar íslenskt orð yfir þetta og því hef ég ákveðið að taka mér skáldaleyfi og koma þessu nýyrði inn í íslenskuna.
Sem sagt; JONGLkeppnin er hafin!
Hún gengur þannig fyrir sig að einu sinni í viku æfum við að jongla. Tveir og tveir vinna saman, skiptast á að jongla og telja hjá hvor öðrum hversu oft hinum tekst að jongla.
Til að fá Bronsmerkið (á myndinni hér að ofan) þarf að ná að jongla 20 sinnum. Silfurmerkið fæst fyrir 50 jongl og Gullmerkið (sem er svo stórt að það kemst ekki fyrir á mynd:) fá þeir sem geta jonglað 100 sinnum eða oftar.
Markmiðið er að sem langflestir, og vonandi allir, geti tryggt sér bronsmerkið. Silfurmerkinu ná þeir sem eru orðnir góðir að jongla en aðeins þeir metnaðarfyllstu, sem nenna að æfa mikið að jongla, munu eiga möguleika á Gullmerkinu.
Síðan mun ég halda utan um hverjir eru búnir að ná hvaða merki og hafa þann lista hér á heimasíðunni. Nú er bara að drífa sig út á völl og byrja að JONGLA!
Sem sagt; JONGLkeppnin er hafin!
Hún gengur þannig fyrir sig að einu sinni í viku æfum við að jongla. Tveir og tveir vinna saman, skiptast á að jongla og telja hjá hvor öðrum hversu oft hinum tekst að jongla.
Til að fá Bronsmerkið (á myndinni hér að ofan) þarf að ná að jongla 20 sinnum. Silfurmerkið fæst fyrir 50 jongl og Gullmerkið (sem er svo stórt að það kemst ekki fyrir á mynd:) fá þeir sem geta jonglað 100 sinnum eða oftar.
Markmiðið er að sem langflestir, og vonandi allir, geti tryggt sér bronsmerkið. Silfurmerkinu ná þeir sem eru orðnir góðir að jongla en aðeins þeir metnaðarfyllstu, sem nenna að æfa mikið að jongla, munu eiga möguleika á Gullmerkinu.
Síðan mun ég halda utan um hverjir eru búnir að ná hvaða merki og hafa þann lista hér á heimasíðunni. Nú er bara að drífa sig út á völl og byrja að JONGLA!
6 comments:
hey Kristján ég komst ekki á æfingu í dag vegna þess að ég var ní búinn að vera veik með Hálsbólgu og mamma sagði að ég þyrfti að kvíla mig
Hæ Sonja. Já stelpurnar sögðu mér frá því að þú værir veik.
á hvaða dögum er jonglið
föstudögum
hæjj Kristján ég er skom að fara til Keflarvíkur til frænku minnar að baka og kemst ekki á æfingu því að ég fer kl 4 en sjáumst þá á föstudaginn
Hæhæ þetta er Ragnheiður ég komst ekki á æfingu í dag (fimmtudag 30 nov).... ég fer að vera dugleg að mæta á æfingar núna taka mig svoldið á ;) Sjáumst á morgun nema að ég fara á handboltaæfingu en sleppi henni örugglega ....
Kv.Ragnheiður R.
Post a Comment