Ég verð að viðurkenna að ég er ekki alveg með öll úrslitin á hreinu og þið megið endilega leiðrétta mig í "athugasemdir" ef ég fer með rangt mál. En leikar fóru þannig að Fótboltinn fékk 4 stig í boðhlaupskeppninni og handboltinn 2 stig. 1 stig var gefið fyrir hvert lið sem var í 1.-3. sæti.
Í körfuboltanum unnu handboltastelpurnar tvo leiki en fótboltinn einn. Sem sagt, 2 stig til handboltans og 1 stig til fótboltans. Þið verðið að segja mér hvernig fór í handboltakeppninni. Ég held að fótboltinn hafi alla vega unnið 2 af þessum 6 leikjum sem voru spilaðir. Veit ekki um restina. Í fótboltakeppninni unnu fótboltinn 3 leiki og 1 leikur fór jafntefli þar stelpa að nafni Una ,handboltastelpa með meiru, fór hamförum og tók fótboltastelpurnar í nefið.
Staðan er því 8-4 fyrir fótboltann, en þá á eftir að reikna inn í úrslitin úr handboltakeppninni. Hvernig fóru handboltaleikirnir??
Ég kem með myndir úr keppninni hingað inn á síðuna - um leið og ég er búinn að læra hvernig á að gera það.
Sjáumst næst hress á fimmtudaginn kl.17
No comments:
Post a Comment