Fjölskylduhátíð fyrir leikinn á laugardag Hefst kl. 14:30 - Allir á völlinn!
KSÍ stendur fyrir fjölskylduhátíð fyrir kvennalandsleik Íslands og Frakklands á Laugardalsvelli á laugardag.
Boðið verður upp á pulsur fyrir börnin, drykki í boði Vífilfells, hoppukastala, boltaþrautir, Coke fótboltahöll og ýmislegt skemmtilegt.
Hátíðin hefst kl. 14:30 og því er um að gera að mæta snemma og gera sér glaðan dag, ná góðri upphitun fyrir leikinn, fá sér eins og eina pulsu, spreyta sig á boltaþrautum og hoppa og skoppa í þar til gerðum kastölum. Leikurinn sjálfur hefst kl. 16:00.
Mætum endilega á fjölskylduhátíðina kl. 14:30, og að sjálfsögðu í bláum litum!
20 August 2010
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment