16 April 2010

Afhending búninga !!! Jibbý jey :)

Á mánudaginn milli kl. 18:00 og 21:00 á Ásvöllum ætlum við að afhenda fótboltabúninga, heilgalla, peysur og vindjakka. Fyrirkomulagið mun verða þannig að þið komið og náið í það sem þið pöntuðuð, þið skoðið búninginn og ákveðið hvort þið viljið setja nafn viðkomandi á hann eða ekki. Nafnið kostar 600 krónur.
Síðan skráið þið á þar til gert blað hvaða númer á að fara á búninginn og nafn (val hvers og eins) - munið að gera það mjög skilmerkilega – setjið í pokann með búningnum og við söfnum búningunum saman og förum aftur með í Margt smátt sem klárar merkingarnar. Búningarnir verður síðan afhentir á föstudaginn með fullri merkingu.
Ástæðan fyrir þessu fyrirkomulagi er að Margt smátt ræður ekki við að fá til sín 600 foreldra með einn búning hver sem allir koma á sitthvorum tímanum.

Ath. Póstinn fyrir neðan !!!

3 comments:

Agnes said...

biddu er bara hægt að ná í búninginn á mánudaginn?????????????

Anonymous said...

Lilja datt og meiddi sig í skólanum í dag, fær frí á æfingunni í dag.

Anonymous said...

Jæja, er ekkert að frétta af búningunum?
Leikur á morgun og svoleiðis...

- Garðar Kötlupabbi