10 June 2009

Tiltektardagur 2 á laugardaginn 13. júní :)

Komið þið sæl kæru fótboltastelpur og foreldrar.

Jæja nú er taka 2 í tiltektinni og á laugardaginn næsta 13. júní og ætlum við að endurtaka leikinn og mæta allar í stuði og hreinsa okkar svæði.

Síðast var mjög góð mæting bæði frá yngra og eldra ári (auk foreldra og systkina :) og ég veit að þið ætlið að gera eins núna.

Hugmyndin er líka að hafa grill eftir tiltektina heima hjá Unu en mamma hennar ætlar að bjóða ykkur heim að Vallarbarði 10. Við þurfum að vita hversu margar ætla að mæta svo við getum áætlað fjölda hamborgara og meðlætis.

Vinsamlegast látið vita hér að neðan hvort þið ætlið að koma í grill og tiltekt.

Mæting í tiltekt kl. 11 - 13 og grill eftir á. Gott væri ef þið gætuð verið í Haukatreyjum eða æfingartreyjum merkt félaginu því þá veit fólk hverjir eru á ferð um svæðið.

Og munum að margar hendur vinna létt verk
bestu kveðjur
Elin (mamma Írisar) og mamma Unu

20 comments:

María Dögg said...

Er þetta á laugardaginn 13.júní ?
En annars þá kem ég :D !! ;**

Anonymous said...

Við mætum.
kv. Magnea og Guðný

Elva Rós said...

kemst ekki er að fara til spánar um morguninn:)


Elva Rós

Elva Rós said...

hææ ég kemst kanski á æfingu í dag fimmtudaginn
11.júní
en ég reyni að mæta á æfingu en kem örugglega á næstu ef ég verð ekki farinn út til spánar en kem kannski:)


Elvis Rós

íris og una said...

við komum:P

Anonymous said...

kem kannski ekkiná æfingu í dag er að fara til læknis en reyni að koma , en ég kemst ekki að taka rusl og það dót því að ég er að fara í frí til spánar í 11 daga svo þú vitir það !

kveðja , Áróra Ósk

Anonymous said...

Sæl Elín (mamma Írisar) og mamma hennar Unu.

Veronika Ósk og Þórunn mæta á laugardaginn í tiltektina. Þær eru líka ákveðnar að mæta í matinn á Vallarbarð 10.

Kv. Margrét móðir Veroniku Óskar.

Eva Sóley said...

Hæjj ég mæti ;)
(á bæði)

Anonymous said...

ég kem og mamma mín og bræður mínir ;*

-Emelía

Anonymous said...

Karen Ósk kemst ekki v/skátaferðar. Magga Braga

Anonymous said...

Hæ, ég kem í tiltektina og hugsanlega líka í matinn, Thelma Karen.

Anonymous said...

ég kemst ekki í ruslatínsluna því að ég er að fara í sumarbústað :(

kv, Þóra

Elva og Áróra said...

hææj þetta er Elva og Áróra við komums ekki á æfingu næstu ellefu daga því að við förum til spánar í nótt :9
komum hressar og brúnar til baka :):D



bæjó kv:elva og áróra

Anonymous said...

ég (emelia) thelma, mamma mín (mamma emeliu) og gunnar og benjamin (bræður emeliu) komum í tiltektina og grillið eftir á. (: við komum hressar og kátar frá njarðvík.´í taka til stuði :d sjáumst;* :)

Anonymous said...

sko commentið kom á undan við erum sko bara 7 sem komum.. :d já vildi bara gera þetta soldið skýrt en já sjáumst hress og kát

Anonymous said...

hææ . þarna ég kemst ekki að týna rusl afþví það var verið að skera í fótinn á mér , og ég kem heldur ekki á æfingu í viku og ekki að keppa á þriðjudaginn :/ .. kv selma . en mamma heyrir í þér tóti . en má ég ekki að koma í grillið til unu ? ;æ

María Dögg said...

Ég og pabbi minn komum :D !!
(og kanski vinkona mín ef það er í lagi :S )

Gunnhildur said...

Ég hlýt að koma að taka til rusl og í grillið sorrý að ég læt vita svona seint er búinn að vera fjarverandi en ég mæti á byggilega

Anonymous said...

ég kem, afsakið hvað ég læt vita seint en ég kem í bæði grill og tiltekt(:

'natalia:)

Anonymous said...

Sæll Tóti...

ég kemst ekki að keppa með 4 flokk í dag ...

Kv. Eva