03 June 2009

Nú er ? með næstu fjáröflun




Kæru foreldrar og stelpur

Nú styttist í Króksmótið sem verður 26. - 28. júní.
Mótsgjaldið er í kringum 7000 kr. og er ýmislegt inn í þeirri upphæð. Það er spurning hvort við foreldrar ættum ekki að hitta Tóta á einum fundi núna bráðlega og fara yfir ýmis atriði sem varða mótið.

Svo er stóra spurningin "hvað viljum við gera" eigum við að hafa 1-2 fjáraflanir fyrir mótið eða vilja foreldrar sleppa því og borga mótsgjaldið án fjáraflana?

Ég er tilbúin að skoða verð á klósettpappír og eldhúsrúllum.... einnig á því að selja lakkrís.....

látið endilega heyra í ykkur hvað þið viljið gera svo það sé ekki verið að eyða óþarfa tíma í ekki neitt :)

Ég vil endilega hvetja stelpurnar til að safna og taka þátt í fjáröflunum til að eiga pening fyrir mótsgjöldum, þær hafa gott af því að hafa fyrir hlutunum því staðan er alls ekki eins á öllum heimilum.

bestu kveðjur
Elín (mamma Írisar)
gsm: 696-5793

6 comments:

Anonymous said...

Hæ Elín!

En hvernig verður með peninginn sem þær fá frá Hafnarfjarðarbæ?? Gengur hann ekki uppí mót í sumar eða??
Fyrir mitt leyti get ég ekki selt meiri lakkrís því hin dóttir mín var að selja svoleiðis og við þekkjum ekki svo marga til að selja en allavega ég fylgist með og mæti á fund ef hann verður hlökkum til að fara á Krókinn kv Særún:)

Anonymous said...

Hæ,
Ég gæti ekki verið meira sammála með að stelpurnar hafi gott af því að safna svolítið sjálfar óháð því hvort þær þurfi á því að halda eður ei. Það kemur vonandi að því að þær fá að fara á mót erlendis og þá er gott að hafa alið þetta upp í þeim!! Ég er alveg til í fjáröflun, hvort sem er pappír eða lakkrís :)
Magga Braga (Karenar Ósk)

Anonymous said...

Í sambandi við peninginn frá Hafnarfjarðarbæ, þá kemur hann ekki inn fyrr en í haust. Þeir borga ekkert út nema í lokin þegar öllum hreinsunum er lokið :( en það er bara til góða fyrir næsta vetur enda verður peningnum skipt milli yngra og eldra árs.

kv.
Elin

Anonymous said...

Er til í fjáröflun hvort sem er pappír eða lakkrís
Díana (Natalía)

Anonymous said...

jú alveg hlynnt því að hafa fjáröflun.
Kv. Sólveig(Eva Sóley)

Anonymous said...

Það er gott mál að hafa fjáröflun kv Klara(Lísbet)