04 May 2009

Hreinsunarátak

Jæja stelpur, þið fenguð verkefni hjá Hafnarfjarðarbæ við að tína rusl fjórum sinnum í vor - haust. Það er um að gera að hvetja foreldra, systkini að koma með í tínsluna og er fyrsta sinn núna á laugardaginn 9. maí, mæting kl. 11.
Ég sé um að koma með ruslapoka sem við fáum hjá bænum og svo er bara að fjölmenna :)

Svæðið okkar er:
Meðfram göngustígum, náttúruleg hraun, opin og græn svæði, friðlandið við Ástjörn og Ásfjall (það er takmarkanir á umgengni á varptíma), Ásland 3, meðfram Reykjanesbraut, Ásbraut, Álftarás.

Tímabilin eru 4 og eiga að vinnast á ákveðnu tímabili:
1. frá 25. apríl til 11. maí ( í kringum hreinsunardaga)
2. frá 30. maí til 15. júní (fyrir 17. júní)
3. frá 15. ágúst til 31. ágúst (eftir Verslunarmannahelgina)
4. frá 3. október til 19. október (hausthreinsun)


Greiðslan fyrir verkið kemur ekki fyrr en í lokin þ.e. í haust en hún er rífleg
og munið margar hendur vinna létt starf.

sjáumst hress á laugardaginn 9. maí kl. 11 :)

bestu kveðjur
Elín í foreldrastjórn (mamma Írisar)

5 comments:

Anonymous said...

hvar ætlum við að hittast?
kv. Guðný og Magnea.

Anonymous said...

ég kemst ekki á laugardagin :(

Anonymous said...

ég kemst ekki í ruslatínslu :( kv birgitta

Anonymous said...

ég kem kv þórun

Anonymous said...

selma og emelía komaa :D