Nú er byrjað að taka á móti skráningum á sumarnámskeið Íþróttaskóla Hauka sem verða í gangi í allt sumar. Framboðið af námskeiðum er meira og glæsilegra en nokkru sinni fyrr og öruggt að allir krakkar finni sér námskeið við hæfi. Um er að ræða ýmsar útgáfur af vikulöngum námskeiðum en fyrsta námskeiðið hefst mánudaginn 9. júní (nánari upplýsingar á www.haukar.is). Heilsdagsnámskeiðin með heitum mat í hádeginu, sem slógu í gegn í fyrra, verða á sínum stað auk þess sem bryddað verður upp á nýjungum eins og Ævintýranámskeiði fyrir 10-12 ára og Íþróttaleikskóla fyrir 2-5 ára.
Skráningarsíðuna er bæði að finna á www.haukar.is undir "Skráning á Íþróttanámskeið" og hér í valstikunni til hægri. Við hvetjum fólk til að kynna sér vel þær upplýsingar sem er að finna neðst á skráningarsíðunni undir hnappnum "Upplýsingar". Aðsóknin á námskeiðin fyrstu 4 vikurnar í fyrra var gríðarlega mikil og áskilja Haukar sér því rétt til þess að loka fyrir skráningar þegar þurfa þykir. Við hvetjum því alla til að ganga frá skráningum sem fyrst.
3 comments:
hæhæ ég kemst ekki á æfingu;/ bæbæ
hverjar faara ??
hverjar fara að keppa ! , leikurinn er á morgun ! :O
kv. hildur
Post a Comment