18 February 2008

Foreldrafundur

Foreldrafundur var haldinn sl. miðvikudag. Þar sem mættir voru foreldrar 10 stúlkna. Tóti fór yfir ýmis mál, ákveðið var að fara á Sauðárkrók 27-29. júní, eins mun flokkurinn taka þátt í Símamótinu í sumar (dagsetning síðar). Til stendur að lengja æfingatímann á sunnudögum í Víðistaðaskóla, æfing 12-14.

Næstkomandi laugardag, 23.febrúar, verður farið á Akranes, áætlað er að mótið verði 12:00-16:00

Stelpurnar taka þátt í Faxaflóamóti, sem hefst í apríl, en fyrir þann tíma vill Tóti fara aðra ferð í Voga.
Kveðja / Foreldraráð

No comments: