21 September 2007

Fyrsti æfingaleikurinn og nýr þjálfari

Þá er það komið á hreint að Þórarinn Einar Engilbertsson (Tóti) verður þjálfari 5. og 4. flokks kvenna hjá Haukum í vetur. Tóti hefur þjálfað sl. ár hjá ÍR og náð frábærum árangri. Nú síðast gerði hann 6.flokk kvenna að tvöföldum Íslandsmeisturum, í A- og B-liðum, en yngra árið hjá okkur ætti að muna eftir því hversu öflugar ÍR-stelpurnar voru í 6.flokki í fyrra, þar sem við spiluðum nokkru sinnum við þær og fengum ávallt góða flengingu. Það er vonandi að Tóta takist að gera ykkur jafn öflugar en það gerist að sjálfsögðu ekki nema að allar verði duglegar að mæta og taka vel á því á æfingum. Tóti mun kíkja á æfingu í næstu viku og taka formlega við um mánaðarmótin, en þá bætist einmitt æfingin í Risanum við.

Hin fréttin er sú að á miðvikudaginn 25. september spilum við æfingaleik við Álftanes kl. 16:30 á grasvellinum þeirra á Bessastöðum. Það er mæting kl. 16:00 á völlinn, en ég geri mér grein fyrir því að einhverjar verða á síðasta snúning vegna vinnu foreldra. Að sjálfsögðu er því ekki æfing á miðvikudaginn þegar leikurinn er.

No comments: