Mótið
Mótið hefst að morgni föstudagsins 10. ágúst, með fyrstu leikjum kl. 11:00, og lýkur með verðlaunaafhendingu á sunnudeginum kl. 14:00. Keppnisstaðurinn sjálfur er rétt fyrir utan bæinn, en stelpurnar ásamt þjálfurum og liðstjórum fara með rútum á milli gististaðarins og keppnistaðarins.
Mótsgjald
Það kostar 12.000 krónur að fara á mótið. Af þeirri upphæð er sjálft mótsgjaldið 8.000 krónur og innifalið í þeirri upphæð er morgunmatur, samlokur og ávaxtadrykkur á keppnistað, kvöldmatur, gisting, aðgangur að sundlauginni, kvöldskemmtun og þátttökugjald á mótið sjálft. Hinar 4.000 krónurnar eru síðan til að kosta aukanesti, liðstjóra, staðfestingargjaldið, óvæntan glaðning(!) og leigu á sameiginlegu tjaldi fyrir allt Haukafólkið, sem er algjör nauðsyn ef það skyldi rigna mikið. Ef einhver afgangur verður þá endurgreiðist hann að sjálfsögðu eftir mótið.
Greiðsluna skal leggja inn á reikningsnúmer: 0140-05-74294, kennitala 700387-2839 með upphafi kennitölu stelpunar sem tilvísun.
Einhverjar hafa verið duglegar að safna sér fyrir mótinu í gegnum fjáraflanirnar sem hafa verið í gangi í vetur. Þær upphæðir er að finna á sportreikning stelpnanna hjá Landsbankanum. Foreldrar þurfa að hafa samband við Landsbankann og fá millifært af þessum reikningum inn á reikninginn hérna fyrir ofan, , í síðasta lagi fimmtudaginn fyrir mótið.
Ferðalagið
Farið verður á einkabílum. Það er mæting á Siglufjörð um fimmtudagskvöldið 9.ágúst en þá um kvöldið kl. 22:00 er fararstjórarfundur og að honum loknum ættu öll leikjaplön helgarinnar að liggja endanlega fyrir.
Gisting
Gist verður í skólastofu (þegar þetta er skrifað liggur ekki fyrir hvaða skóli hýsir Haukana). Venjulega er ætlast er til þess að einungis liðstjórar, þjálfarar og leikmenn gisti í skólastofunum. Hins vegar mun enginn fetta fingur út í það ef nokkrir aukaforeldrar gisti með stelpum sem eiga kannski erfitt með að sofa einar í svona umhverfi.
Ákveðið hefur verið að Haukaforeldrar hreiðri um sig á tjaldsvæðinu í miðbænum, ca. á mótum Gránugötu og Túngötu við höfnina. Eitt foreldrið úr 7.flokki kvenna hefur fengið það hlutverk að “passa” fyrir okkur og tjaldsvæðinu þar sem Haukafáni mun blakta við hún. Það verður alla vega nóg af Haukaforeldrum á svæðinu, enda þrír flokkar að keppa frá Haukum á mótinu, og vonandi tekst öllum þessum foreldrum að mynda hóp og góða Haukastemminguna fyrir leikina. Ef þið finnið ekki Haukatjaldstæðið þá getið þið hringt í Karl í síma 695 1001. Það er frítt á tjaldsvæðin í bænum.
Þjálfarar og liðstjórar
Sara Björk og Svava verða aðalþjálfararnir með 5. og 6. flokk kvenna á Pæjumótinu, en Kristján Ómar verður staddur á Sauðárkróki þar sem 7.flokkur karla er einnig á móti. Svövu og Söru til aðstoðar verða 2-3 aðstoðarþjálfarar og liðstjórar (foreldrar). Hlutverk liðstjóra er fyrst og fremst að gista með hópnum í kennslutstofunni, fylgja hópnum í mat og í rútuna, hjálpa til við að sækja nestið sem er á keppnisstað og halda hópnum saman á keppnistað (þó svo að það sé auðvitað ætlast til að foreldrar fylgist með hvenær næsti leikur er og séu ávallt tilbúnir með stúlkuna sína á réttum tíma á réttum stað).
Útbúnaður
Haukar útvega og koma með á staðinn keppnistreyju Hauka sem er langermabolur, en foreldrar sjá um annan útbúnað. Flestar eru búnar að festa kaup á utanyfirgalla sem fæst í Fjölsport í Hafnarfirði en það er rauð hummel peysa og svartar buxur ásamt rauðum sokkum. Ef einhver er að spá í fótboltaskóm þá mæli ég frekar með takkaskónum en gervigrasskónum.
Hér er góður listi til að vinna út frá þegar verið að pakka niður:
● Dýna / Vindsæng
● Svefnpoki/sæng + kodda
● Tannbursti + tannkrem
● Félagsgalli
● Keppnisskór (úti)
● Legghlífar
● Stuttbuxur og sokkar
● Auka sokka/stuttbuxur
● Regn og vindgalli
● Auka skó
● Afþreyingarefni s.s.tölvuspil,cd-spilari,spil,bók
● Hlý peysa
● Úlpa - húfa – vettlingar
● Sundföt
● Stuttermaboli
● Handklæði
● Nærföt
● Náttföt
● Vatnsbrúsa
● Klæðnaður fyrir 3 daga
● Góða skapið og góðan keppnisanda
Allur búnaður, hver einstök flík, skal vera mjög vel merkt með nafni, síma og félagi. Allur farangur á að vera í einni tösku ekki í plastpokum. Fáið stelpurnar í lið með ykkur að pakka svo að þær viti hvað þær eru með.
ATH! Allt sælgæti er bannað og óleyfilegt að hafa auka pening með sér í ferðina.
Frekari upplýsingar
Ég mæli með að foreldrar fylgist með hér á heimasíðu flokksins og á heimasíða XY-Pæjumótsins er síðan: www.siglo.is/ks/paejumot og þar verður að finna leikjaplanið og aðrar hagnýtar upplýsingar.
Símanúmer
Kristján Ómar – 695 5415
Svava – 698 8329
Sara Björk – 697 3175
5 comments:
verður æfing á morgun Mánudag??
er æfing á morgun
er æfing í dag
Já hæj. Sko var að spá, þarf ég að vera með auka hauka stuttbuxur, má ég ekki vera með e'h hverjar aðrar en hauka. En sko ég á bara einar Hauka stuttbuxur og eitt sokkapar af hauka sokkum. En verð ég svo að vera með ein stóra tösku í stað 2 litlar.
Kv. Sigrún...
hæ ég komst ekki á manudaginn ég var í sumarhúsi
sesselja osk
Post a Comment