Við eigum leik við ÍBV í Íslandsmótinu þriðjudaginn 14. ágúst. Á foreldrafundinum í kvöld var eftirfarandi ferðatilhögun samþykkt. Það eina sem á eftir að ákveða er hvort verði farið á einkabílum eða með BSÍ áætlunarrútum til og frá Þorlákshöfn. Nú þegar hafa 4 foreldrar boðið fram krafta sína og bíla til að sækja og skutla, og þar með halda kostnaðinum vegna ferðarinnar í algjöru lágmarki. Við þurfum lágmark 3 bíla í viðbót til að sleppa við BSÍ rútuna. Ég óska því eftir því að þeir foreldrar sem geta bjóði sig fram til að keyra. Ég mun láta vita um helgina hvort næginlega margir bílstjórar verði. Ef svo verður, þá lítur ferðatilhögunin svona út.
Þriðjudagur 14. ágúst
10:00 Mæting á Ásvelli
10:30 Brottför frá Ásvöllum
11:30 Koma til Þorlákshafnar
12:00 Herjólfur
15:00 Komið til Vestmannaeyja. Eyjaferðir skutla hópnum upp í Hamarsskóla
17:45 Brottför frá Hamarsskóla niður á Hásteinsvöll
18:30 A- og C- lið keppa
19:20 B-lið keppir
20:45 Pizzaveisla á Pizza 67
Miðvikudagur 15. ágúst
07:00 Vaknað, morgunmatur
07:45 Brottför frá Hamarsskóla
08:15 Herjólfur
11:15 Komið til Þorlákshafnar
12:15 Heimakoma á Ásvöllum
Ferðin kostar 2000 krónur á mann. Innifalið í því er allur ferðakostnaður, nesti og morgunmatur, pizzahlaðborð.
Mikilvæg símanúmar
Kristján Ómar: 695 5415, Húsvörðurinn í Hamarsskóla: Ófeigur 861 4362
Eyjaferðir: 699 8945
P.S.
Framundan hjá 5.flokki kvenna
17. ágúst, Haukar – Fylkir kl. 16:30 á Ásvöllum
20. ágúst, Haukar – Stjarnan kl. 16:30 á Ásvöllum
22. ágúst, HK – Haukar kl. 15:30 í Fagralundi
No comments:
Post a Comment