Haukarnir kíktu á Kaplakrikavöll sl. fimmtudag til að etja kappi við "erkivinkonurnar" í FH. Á Kaplanum beið okkur miður geðslegur búningsklefi þar sem klósettbursti hefur ekki verið notaður í einhverja mánuði! Við létum það ekki á okkur fá og fögnuðum heldur rjómablíðunni og ofsahitanum utanhúss.
A-liðið hafði fyrir þennan leik þrisvar mætt FH á þessum æfingatímabili 2006-7. Í æfingaleik í vor unnum við sannfærandi, sem og í Faxaflóamótinu, en á Pæjumótinu í Eyjum hafði FH betur 3-1. Nú var komið að jafnteflinu, úrslit leiksins urðu 0-0.
Eftir allt of margar andlausar frammistöður hjá A-liðinu í sl. leikjum ákvað ég að breyta liðunu: Kristjana var aftur í markinu, Harpa og Nína í vörninni, Ragnheiður og Helga á köntunum, Lára frammi og Yrsa Kolka kom ný inn og spilaði á miðjunni. Hlutverk Yrsu var að rífa upp baráttuna í liðinu enda Yrsa eitraður baráttuhundur sem gefst aldrei upp. Henni tókst vel til og fín barátta og vinnusemi var til staðar hjá öllu liðinu, en hugsanlega á kostnað gæða fótboltans sem var spilaður. Draumur þjálfarans er auðvitað að allir geti spilað af 100 % ákveðni en samtímis leikið boltanum laglega á milli sín. Spilið var ekki til að hrópa húrra yfir enda beitir FH svipaði taktík: að verjast vel og grimmilega og sækja hratt. Það voru því stálin stinn sem þurftu að sætta sig við sitt hvort stigið úr þessari viðureign, sem má vel kallast sanngjörn úrslit.
Maður leiksins: Kristjana - algjör snillingur í markinu.
Spútnik leiksins: Helga - var mjög dugleg og áræðin. Svaraði kallinu og kom inn með hörkuna í leikinn sem ég óskaði eftir.
Leikir B-liða FH og Hauka hafa einnig verið jafnir í vetur þó að FH hafi unnið þá báða: 6-3 í æfingaleik í febrúar og svo 2-1 í Faxaflóamótinu í maí. Í þessum leikjum voru Haukar að spila oft á tíðum betur en FH, en það hefur lengi vel verið vandamál hjá B-liðinu að skora mörk! Í þessum leik snerist dæmið má segja við; FH-ingar voru sterkari en niðurstaðan var 0-0 jafntefli þar sem Anna Lára í markinu hélt okkur á floti allan tímann með frábærri markvörslu hvað eftir annað. Ég verð að viðurkenna að ég gat ekki fylgst með B-liðinu spila en samkvæmt aðstoðarþjálfurunum mínum voru margar stelpur í B-liðinu langt frá sínu besta. En hvert stig er að sjálfsögðu dýrmætt í baráttunni í deildinni, en eins og vonandi allir vita þá eru stigin úr bæði A- og B-liðs keppninni sem telja saman og ráða því í hvaða sæti við endum í deildinni.
Maður leiksins: Anna Lára
Spútnik leiksins: Arna - ótrúlega stabíll leikmaður miðað við hversu stutt hún hefur æft. Arna reynir alltaf að spila frá sér boltanum og virðist hafa fengið innanfótarspyrnutæknina með báðum löppum í vöggugjöf!
Það voru nokkrir nýliðar í flokknum sem spiluðu með C-liðinu og það var ljóst frá byrjun að róðurinn yrði erfiður fyrir Haukana í þessum leik. FH skoraði nánast á fyrstu mínútunni og Haukarnir voru hálfsofandi í fyrri hálfleik, og staðan 3-0 í hléi. Svava aðstoðarþjálfari náði að blása smá eldmóði í stelpurnar og í seinni hálfleikurinn var allt annað að sjá til Haukanna. Guðrún og Ása áttu færi og voru óheppnar að ná ekki að pota inn marki. Þrátt fyrir fína baráttu í seinni hálfleik skoraði FH tvö mörk til viðbótar og niðurstaðan 5-0 tap. Ekkert við því að segja annað en að ákveða að æfa sig betur. Í C-liðinu eru nokkrar efnilegar og kröftugar stelpur, augljóslega efni í góða íþróttamenn en þurfa einfaldlega að æfa íþróttina lengur til að ná árangri.
Maður leiksins: Guðrún - hefur hraða og áræðni og gjörsamlega keyrir sig út í kappinu. Unun að fylgjast með ákafanum í Guðrúnu.
Spútnik leiksins: Ása Diljá - er efni í fínan fótboltamann. Ása á ekki langt að leita hæfileikanna (er systir Olgu) og hefur nú þegar lært allt sem pabbi sinn kunni nokkurn tímann í fótbolta.
A-liðið hafði fyrir þennan leik þrisvar mætt FH á þessum æfingatímabili 2006-7. Í æfingaleik í vor unnum við sannfærandi, sem og í Faxaflóamótinu, en á Pæjumótinu í Eyjum hafði FH betur 3-1. Nú var komið að jafnteflinu, úrslit leiksins urðu 0-0.
Eftir allt of margar andlausar frammistöður hjá A-liðinu í sl. leikjum ákvað ég að breyta liðunu: Kristjana var aftur í markinu, Harpa og Nína í vörninni, Ragnheiður og Helga á köntunum, Lára frammi og Yrsa Kolka kom ný inn og spilaði á miðjunni. Hlutverk Yrsu var að rífa upp baráttuna í liðinu enda Yrsa eitraður baráttuhundur sem gefst aldrei upp. Henni tókst vel til og fín barátta og vinnusemi var til staðar hjá öllu liðinu, en hugsanlega á kostnað gæða fótboltans sem var spilaður. Draumur þjálfarans er auðvitað að allir geti spilað af 100 % ákveðni en samtímis leikið boltanum laglega á milli sín. Spilið var ekki til að hrópa húrra yfir enda beitir FH svipaði taktík: að verjast vel og grimmilega og sækja hratt. Það voru því stálin stinn sem þurftu að sætta sig við sitt hvort stigið úr þessari viðureign, sem má vel kallast sanngjörn úrslit.
Maður leiksins: Kristjana - algjör snillingur í markinu.
Spútnik leiksins: Helga - var mjög dugleg og áræðin. Svaraði kallinu og kom inn með hörkuna í leikinn sem ég óskaði eftir.
Leikir B-liða FH og Hauka hafa einnig verið jafnir í vetur þó að FH hafi unnið þá báða: 6-3 í æfingaleik í febrúar og svo 2-1 í Faxaflóamótinu í maí. Í þessum leikjum voru Haukar að spila oft á tíðum betur en FH, en það hefur lengi vel verið vandamál hjá B-liðinu að skora mörk! Í þessum leik snerist dæmið má segja við; FH-ingar voru sterkari en niðurstaðan var 0-0 jafntefli þar sem Anna Lára í markinu hélt okkur á floti allan tímann með frábærri markvörslu hvað eftir annað. Ég verð að viðurkenna að ég gat ekki fylgst með B-liðinu spila en samkvæmt aðstoðarþjálfurunum mínum voru margar stelpur í B-liðinu langt frá sínu besta. En hvert stig er að sjálfsögðu dýrmætt í baráttunni í deildinni, en eins og vonandi allir vita þá eru stigin úr bæði A- og B-liðs keppninni sem telja saman og ráða því í hvaða sæti við endum í deildinni.
Maður leiksins: Anna Lára
Spútnik leiksins: Arna - ótrúlega stabíll leikmaður miðað við hversu stutt hún hefur æft. Arna reynir alltaf að spila frá sér boltanum og virðist hafa fengið innanfótarspyrnutæknina með báðum löppum í vöggugjöf!
Það voru nokkrir nýliðar í flokknum sem spiluðu með C-liðinu og það var ljóst frá byrjun að róðurinn yrði erfiður fyrir Haukana í þessum leik. FH skoraði nánast á fyrstu mínútunni og Haukarnir voru hálfsofandi í fyrri hálfleik, og staðan 3-0 í hléi. Svava aðstoðarþjálfari náði að blása smá eldmóði í stelpurnar og í seinni hálfleikurinn var allt annað að sjá til Haukanna. Guðrún og Ása áttu færi og voru óheppnar að ná ekki að pota inn marki. Þrátt fyrir fína baráttu í seinni hálfleik skoraði FH tvö mörk til viðbótar og niðurstaðan 5-0 tap. Ekkert við því að segja annað en að ákveða að æfa sig betur. Í C-liðinu eru nokkrar efnilegar og kröftugar stelpur, augljóslega efni í góða íþróttamenn en þurfa einfaldlega að æfa íþróttina lengur til að ná árangri.
Maður leiksins: Guðrún - hefur hraða og áræðni og gjörsamlega keyrir sig út í kappinu. Unun að fylgjast með ákafanum í Guðrúnu.
Spútnik leiksins: Ása Diljá - er efni í fínan fótboltamann. Ása á ekki langt að leita hæfileikanna (er systir Olgu) og hefur nú þegar lært allt sem pabbi sinn kunni nokkurn tímann í fótbolta.
No comments:
Post a Comment