Þá eru fyrstu leikirnir í Faxaflóamótinu afstaðnir. Niðurstaðan varð 1-1 jafntefli hjá A-liðinu og 4-2 tap hjá B-liðinu á móti Aftureldingu og þá tapaði C-liðið 4-2 á móti Víking Reykjavík.
Það var hálfvængbrotið A-lið sem mætti til leik á móti Aftureldingu sl. mánudag. Það voru því nokkrar stelpur úr B-liðinu sem þurfti að hlaupa í skarðið. Haukar voru sterkara liðið í leiknum þó Afturelding hafi átt kafla í leiknum þar sem þær náðu að pressa okkur. Eftir cirka 10 mínútna leik byrjuðu stelpurnar að spila "alvöru" fótbolta eftir létta upphitun í "vinkonufótbolta". Boltinn gekk vel á milli fram á við og Nína og Yrsa voru grimmar í vörninni. Hildur var, eins og oft áður, potturinn og pannan á miðjunni og sýndi lipurð með boltann og yfirsýn í spilinu. Þegar Ragnheiður gerir hlutina af hraða og krafti þá er engin leið að stoppa hana, eins og hún sýndi í markinu. Þá tók hún boltann með sér frá miðjunni, prjónaði hún sig fram hjá andstæðingunum og skaut fyrir utan teig föstu skoti sem endaði upp undir slánna. Glæsilega mark! Lára var að spila vel í leiknum og gerði í raun allt rétt nema að skora mörk! Auður, sem var á staðnum og varð að hlaupa í skarðið fyrir þær sem vantaði, kom skemmtilega á óvart í leiknum og sýndi að hún verður ekki lengi að spila sig upp úr C-liðinu! Helga hljóp mikið og var hörkudugleg eins og alltaf en klikkaði í varnarvinnunni þegar við fengum markið á okkur undir lokin. 1-1 voru súr úrslit fyrir okkur en ef við skorum ekki fleiri mörk þá er alltaf hættan á svona úrslitum.
Maður leiksins: Hildur Kristín
Spútnik* leiksins: Auður
*sá leikmaður sem kom mest á óvart í leiknum
Það vantaði líka nokkrar í B-liðið sem byrjaði leikinn sinn illa og var eins og hendi væri veifað komið 0-2 undir. En eftir þessa slæmu byrjun vöknuðu stelpurnar til lífsins og byrjuðu að sækja. Fyrsta markið kom eftir frábæran sprett hjá Birgittu upp allan vinstri kantinn, alveg upp að markinu og lagði boltann til hliðar á Olgu sem skoraði í nánast autt markið. Afturelding bætti við marki en Haukar voru alveg jafnmikið í leiknum. Þess ber að geta að Afturelding var bara með 4 B-lið stelpur og þess vegna voru 3-4 A-liðs stelpur sem spiluðu með B-liðinu. Ósanngjarnt vissulega en engin afsökun. Haukarnir unnu sig inn í leikinn og minnkuðu aftur muninn með góðu marki frá Olgu. Í lokin tryggði Afturelding sigurinn með fjórða markinu og þar við sat. B-liðið hefur oft spilað betur en vissulega vantaði nokkrar sterkar stelpur hjá okkur. Kristrún spilaði meidd í markinu og kveinkaði sér á milli þess sem hún vildi spila meira :) Arna og Halldóra eru framtíðarleikmenn sem reyna alltaf að spila boltanum frá sér. Heiða hlaupagikkur hefur hingað til getað treyst á hraðann sinn en lenti í vandræðum þegar hún fékk stærri og jafnfljóta stelpu á móti sér - þá þarf hún, eins og aðrir, að geta spilað í kringum andstæðinginn. Auður er greinilega vanari að spila á kanti en á miðjunni, en stóð sig samt fínt. Birgitta og Olga voru ógnandi í sóknarlínunni og Soffía sýndi mér í verki að hún getur spilað vörn.
Maður leiksins: Olga
Spútnik leiksins: Soffía
Það var smá klúður hjá mér með C-liðs leikinn sem var á þriðjudaginn á móti Víking Reykjavík. Ég hreinlega vissi ekki af þessum leik fyrr en kvöldinu áður og þess vegna boðaði ég bæði C1 og C2 í leikinn. Það mættu 8 stelpur með þessum stutta fyrirvara svo að leikurinn gat farið fram í funhita á malarvellinum (já möl!) í Víkinni. Víkingur var með 14 stelpur og gat því stöðugt skipt inn á óþreyttum leikmönnum. María Rós var í markinu, Elísa, Gyða og Ingeborg byrjuðu í vörninni og Birgitta, Helena og Ragney í sókninni. Víkingarnir byrjuðu betur og skoruðu 1-0. Haukarnir spýttu þá í lófana og komust meira inn í leikinn og Birgitta jafnaði með glæsilegu marki. Það var að mestu jafnræði með liðunum en einbeitingarskorur í byrjun seinni hálfleiks kostaði okkur tvö mörk og allt í einu var staðan orðin 3-1 fyrir Víking. Bæði lið bættu við marki áður en lauk og þá skoraði Gyða flott mark - sem var fyrsta markið sem hún skorar nokkurn tímann í kappleik. Til hamingju Gyða. Íris byrjaði á bekknum en kom inn á og stóð sig vel. Allar í liðinu áttu fínan leik og sýndu augljósar framfarir.
Maður leiksins: Birgitta
Spútnik leiksins: Ragney og Helena
Næstu leikir eru fimmtudaginn 7.júní. Þá leika A- og B-liðin við Þrótt og C1-liðið á móti Breiðablik.
Það var hálfvængbrotið A-lið sem mætti til leik á móti Aftureldingu sl. mánudag. Það voru því nokkrar stelpur úr B-liðinu sem þurfti að hlaupa í skarðið. Haukar voru sterkara liðið í leiknum þó Afturelding hafi átt kafla í leiknum þar sem þær náðu að pressa okkur. Eftir cirka 10 mínútna leik byrjuðu stelpurnar að spila "alvöru" fótbolta eftir létta upphitun í "vinkonufótbolta". Boltinn gekk vel á milli fram á við og Nína og Yrsa voru grimmar í vörninni. Hildur var, eins og oft áður, potturinn og pannan á miðjunni og sýndi lipurð með boltann og yfirsýn í spilinu. Þegar Ragnheiður gerir hlutina af hraða og krafti þá er engin leið að stoppa hana, eins og hún sýndi í markinu. Þá tók hún boltann með sér frá miðjunni, prjónaði hún sig fram hjá andstæðingunum og skaut fyrir utan teig föstu skoti sem endaði upp undir slánna. Glæsilega mark! Lára var að spila vel í leiknum og gerði í raun allt rétt nema að skora mörk! Auður, sem var á staðnum og varð að hlaupa í skarðið fyrir þær sem vantaði, kom skemmtilega á óvart í leiknum og sýndi að hún verður ekki lengi að spila sig upp úr C-liðinu! Helga hljóp mikið og var hörkudugleg eins og alltaf en klikkaði í varnarvinnunni þegar við fengum markið á okkur undir lokin. 1-1 voru súr úrslit fyrir okkur en ef við skorum ekki fleiri mörk þá er alltaf hættan á svona úrslitum.
Maður leiksins: Hildur Kristín
Spútnik* leiksins: Auður
*sá leikmaður sem kom mest á óvart í leiknum
Það vantaði líka nokkrar í B-liðið sem byrjaði leikinn sinn illa og var eins og hendi væri veifað komið 0-2 undir. En eftir þessa slæmu byrjun vöknuðu stelpurnar til lífsins og byrjuðu að sækja. Fyrsta markið kom eftir frábæran sprett hjá Birgittu upp allan vinstri kantinn, alveg upp að markinu og lagði boltann til hliðar á Olgu sem skoraði í nánast autt markið. Afturelding bætti við marki en Haukar voru alveg jafnmikið í leiknum. Þess ber að geta að Afturelding var bara með 4 B-lið stelpur og þess vegna voru 3-4 A-liðs stelpur sem spiluðu með B-liðinu. Ósanngjarnt vissulega en engin afsökun. Haukarnir unnu sig inn í leikinn og minnkuðu aftur muninn með góðu marki frá Olgu. Í lokin tryggði Afturelding sigurinn með fjórða markinu og þar við sat. B-liðið hefur oft spilað betur en vissulega vantaði nokkrar sterkar stelpur hjá okkur. Kristrún spilaði meidd í markinu og kveinkaði sér á milli þess sem hún vildi spila meira :) Arna og Halldóra eru framtíðarleikmenn sem reyna alltaf að spila boltanum frá sér. Heiða hlaupagikkur hefur hingað til getað treyst á hraðann sinn en lenti í vandræðum þegar hún fékk stærri og jafnfljóta stelpu á móti sér - þá þarf hún, eins og aðrir, að geta spilað í kringum andstæðinginn. Auður er greinilega vanari að spila á kanti en á miðjunni, en stóð sig samt fínt. Birgitta og Olga voru ógnandi í sóknarlínunni og Soffía sýndi mér í verki að hún getur spilað vörn.
Maður leiksins: Olga
Spútnik leiksins: Soffía
Það var smá klúður hjá mér með C-liðs leikinn sem var á þriðjudaginn á móti Víking Reykjavík. Ég hreinlega vissi ekki af þessum leik fyrr en kvöldinu áður og þess vegna boðaði ég bæði C1 og C2 í leikinn. Það mættu 8 stelpur með þessum stutta fyrirvara svo að leikurinn gat farið fram í funhita á malarvellinum (já möl!) í Víkinni. Víkingur var með 14 stelpur og gat því stöðugt skipt inn á óþreyttum leikmönnum. María Rós var í markinu, Elísa, Gyða og Ingeborg byrjuðu í vörninni og Birgitta, Helena og Ragney í sókninni. Víkingarnir byrjuðu betur og skoruðu 1-0. Haukarnir spýttu þá í lófana og komust meira inn í leikinn og Birgitta jafnaði með glæsilegu marki. Það var að mestu jafnræði með liðunum en einbeitingarskorur í byrjun seinni hálfleiks kostaði okkur tvö mörk og allt í einu var staðan orðin 3-1 fyrir Víking. Bæði lið bættu við marki áður en lauk og þá skoraði Gyða flott mark - sem var fyrsta markið sem hún skorar nokkurn tímann í kappleik. Til hamingju Gyða. Íris byrjaði á bekknum en kom inn á og stóð sig vel. Allar í liðinu áttu fínan leik og sýndu augljósar framfarir.
Maður leiksins: Birgitta
Spútnik leiksins: Ragney og Helena
Næstu leikir eru fimmtudaginn 7.júní. Þá leika A- og B-liðin við Þrótt og C1-liðið á móti Breiðablik.
9 comments:
Hæ Kristján ég kemst ekki á æfingu í dag (fötud.) Ég er að fara í afmæli
- Halldóra
Frábært !.
Kv.Sesselja
Snilld. Til hamingju sem voru valdnir menn leikjanna og áttu það svo sannarlega skilið. En Kristján Ómar þú átt að gera meira af þessu segja svona hvernig gekk og hverjir eru menn leikjanna. En bæ.
Kær kveðja , Lára Rut Sigurðardóttir
HVað er spútnik
Það stendur fyrir neðan. Það þýðir leikmaðurinn sem kom mest á óvart í leiknum.
Kær kveðja, Lára Rut Sigurðardóttir
spilar bara c1 eða líka c2????
kv. Elísa
Það er ætlunin að vera með umfjöllun um alla leikina í Íslandsmótinu. Svo fylgist með.
:)
Kær kveðja Lára Rut Sigurðardóttir
hæ þetta er silja ég kemst ekki í dag mán. á æfingu því eg er veik
Post a Comment