Á föstudaginn er æfingaleikur við ÍBV. Það eiga allar að mæta klukkan 20:00 ... já klukkan átta um kvöldið. Lögfróðir leikmenn liðsins upplýstu mig um það að börn á þeirra aldri megi vera úti til klukkan 22 eftir 1.maí! :) Ég veit að þetta er óvenjulegur tími fyrir æfingaleik en ÍBV sárvantaði leik á þessum tíma og ég sá þarna möguleika á því að leyfa C-liðs stelpunum að fá að spila leiki. Það eiga sem sagt allar að mæta en C-liðs stelpurnar munu fá að spila meira en A- og B- þar sem þær eiga líka leik á sunnudaginn. Þessir leikir verða búnir í allra síðasta lagi klukkan 22:00.
Í leiðinni minni ég á bloggfærsluna með leikjaplani sumarsins sem þið finnið með því að fara neðst á síðuna og ýta á "olders posts" og þá fáiði gamlar bloggfærslur fram. Kannski ekki vitlaust að prenta út það plan og eiga á ísskápnum.
ANNAÐ MJÖG MIKILVÆGT - BREYTING Á ÆFINGATÖFLUNNI
Því miður neyðist ég að gera breytingar á æfngatöflunni núna í maí. Málið er að Haukar fá aðeins úthlutaða tíma í Risanum út apríl, og enga tíma yfir sumarið. Ég hélt að við fengjum að vera í Risanum í maí líka en á mánudaginn fékk ég tilkynningu frá FH um að þær ætli að byrja að nota þessa tíma sem Haukar voru með. Eins og einhverjir vita þá er mér meinilla við að vera að krukka í æfingatöflunni en núna eru engin önnur ráð.
Mánudagsæfingin færist því á gervigrasið á Ásvöllum frá klukkan 15:00-16:00. Þar sem ekki hefur verið opnað inn á grasið á Ásvöllum þá eru engir aðrir tíma í boði en klukkan 15-16. Þið sem eigið eftir að vera í vandræðum að mæta klukkan 15, talið við mig og við reynum að finna lausn á því. Þið hinar sem eru búnar stuttu áður í skólanum, þið verðið einfaldlega að skipuleggja daginn og taka með ykkur fótboltadótið og nesti svo þið getið farið beint á æfinguna. Jafnvel að hjóla í skólann svo þið getið hjólað beint á æfinguna. Ég mun ekki merkja við seinkomur á þessa æfingu. Þessi æfingatími verður aðeins í gangi þar til sumaræfingataflan fer í gang, sem verður ca. um mánaðarmótin.
Í leiðinni minni ég á bloggfærsluna með leikjaplani sumarsins sem þið finnið með því að fara neðst á síðuna og ýta á "olders posts" og þá fáiði gamlar bloggfærslur fram. Kannski ekki vitlaust að prenta út það plan og eiga á ísskápnum.
ANNAÐ MJÖG MIKILVÆGT - BREYTING Á ÆFINGATÖFLUNNI
Því miður neyðist ég að gera breytingar á æfngatöflunni núna í maí. Málið er að Haukar fá aðeins úthlutaða tíma í Risanum út apríl, og enga tíma yfir sumarið. Ég hélt að við fengjum að vera í Risanum í maí líka en á mánudaginn fékk ég tilkynningu frá FH um að þær ætli að byrja að nota þessa tíma sem Haukar voru með. Eins og einhverjir vita þá er mér meinilla við að vera að krukka í æfingatöflunni en núna eru engin önnur ráð.
Mánudagsæfingin færist því á gervigrasið á Ásvöllum frá klukkan 15:00-16:00. Þar sem ekki hefur verið opnað inn á grasið á Ásvöllum þá eru engir aðrir tíma í boði en klukkan 15-16. Þið sem eigið eftir að vera í vandræðum að mæta klukkan 15, talið við mig og við reynum að finna lausn á því. Þið hinar sem eru búnar stuttu áður í skólanum, þið verðið einfaldlega að skipuleggja daginn og taka með ykkur fótboltadótið og nesti svo þið getið farið beint á æfinguna. Jafnvel að hjóla í skólann svo þið getið hjólað beint á æfinguna. Ég mun ekki merkja við seinkomur á þessa æfingu. Þessi æfingatími verður aðeins í gangi þar til sumaræfingataflan fer í gang, sem verður ca. um mánaðarmótin.
7 comments:
hæ það getur verið að ég komi stundum pínu seinnt á æfingar þá á mánudögum er búin í skólanum 14:40 en reini að koma eins snemma og ég get ; )
Anna Lára
Sömuleiðis ég , ég og anna erum í sama bekk en við bara reynum að koma á réttum tíma.
Kv Lára Rut
hæ kemst ekki á æfingu í dag ég er tognuð í fætinum.
hææhæ þetta er Harpa!
Þarna ég kemst ekki í kvöld á æfingarleikinn því ég er með hita og hálsbólgu:S
hæhæ..!
ég kemmst þá aldrei á mánud. því þá er ég á annari æfingu..
kveðja Elísa..
hææ ég er búin klukkan 20 mínútur í 3 í skólanum oh kem kannski stundum ogf seint á æfingu..:p en kem eins snemma og ég get..:p
er enn þá veik!!! en sjá umst á fimmtudaginn
KV: harpa marín
Post a Comment