27 March 2007

Rokbolti helgarinnar

Það blés byrlega um okkur á laugardaginn þegar Stjarnan og FH kíktu í heimsókn á mini-æfingamót. Það var rokrassgat þegar við byrjuðum kl. 10:00 og það endaði með hreinræktuðu fárviðri í lokin kl. 12:00. Engu að síður sáust fín tilþrif og einhverjir leikir unnust. Ég verð að viðurkenna að ég náði ekki að fylgjast með úrslitum leikjanna, svo þið stelpur megið endilega skrifa í athugasemdirnar hvernig leikirnar fóru - ef þið munið úrslitin, sem eru svo sem ekki aðalatriðið í svona leikjum.

Ég er búinn að hafa samband við KSÍ og óska eftir því að bæta við C-liði í Íslandsmótið í sumar. Upphaflega tilkynnti ég bara tvö lið til keppni en margar stelpur hafa bæst við síðan þá og ég vill helst hafa verkefni fyrir allar sem eru að æfa. Ég vona að ég sé að veðja á rétta hesta og þær stelpur sem eru frekar nýbyrjaðar að æfa launi mér þetta með því að mæta vel á æfingar. Ég er að taka smá áhættu með því að tilkynna C-lið til keppni. Málið er nefnilega það að þróist hlutirnir þannig að við getum ekki haldið úti þessu C-liði þá þurfum við að draga það úr keppni sem þýðir mjög há fjársekt frá KSÍ á Hauka (að skrópa bara í leikjunum þýðir ennþá hærri sekt). Ég er að tala um tugi þúsunda!

Sl. ár hefur eitthvað borið á því að foreldrar, og örugglega stelpur einnig, hafa verið ósáttir við það hversu fá tækifæri hafa boðist þeim stelpum sem eru komnar skemur á veg í sínum fótboltaþroska. Nú hef ég gert það sem í mínu valdi stendur; hef tilkynnt þriðja liðið til keppni og mun áfram keppast við það að kenna og halda stelpunum við efnið. Þá er það ykkar, foreldranna og stelpnanna sem hafa æft skemur en aðrar, að launa mér þetta útspil með því að sjá til þess að mætingarnar á æfingar og metnaðurinn til að bæta sig verði eins og best verður á kosið.

Það væri gaman að fá einhverja foreldra til að skrifa í athugasemdirnar hvaða skoðun þau hafa á þessum málum.

4 comments:

Anonymous said...

A-liðið vann báða sína leiki
Haukar - Stjarnan 3-1
Haukar - FH 3-0

Anonymous said...

kemmst ekki í dag við sjáumst samt á fimmtud.;)bæjó

Anonymous said...

byrjar páska fríið á föstudaginn?

Anonymous said...

Hæjj;*þetta er Andrea úrslitin í C voru 2-0 FH fyrir og 1-0 fyrir Stjörnunni:( kv:Andrea