27 March 2007

Bloggsíðufréttir

Ég vill byrja á því að þakka góð viðbrögð við tölvupóstinum sem ég sendi út í gær. Í þeim pósti tilkynnti ég fólki að ég hefði tekið mér það bessaleyfi að skrá netföng fólks í tölvupóstveituna á þessari bloggsíðu (sjá "Feedblitz" neðarlega í valmyndinni til hægri). Fjölmargir hafa staðfest skráninguna sem auðveldar mér að koma skilaboðum til þeirra sem tengjast þessum flokk.

Til þeirra sem skilja ekkert hvað ég er að tala um og fengu engan tölvupóst frá mér í gær: líklegast er ég ekki með rétt netfang hjá ykkur og gat því ekki skráð þau hjá þessa ri tölvupóstveitu. Það sem þið (bæði foreldrar og stelpur í flokknum) megið endilega gera er að senda mér netfangið ykkar og/eða skrá það hjá Feedblitz neðar á síðunni til hægri og staðfesta skráninguna í tölvupóstinum sem þið fáið frá Feedblitz. Það sem gerist þá er að þið fáið allar bloggfærslurnar af þessari síðu sendar sjálfkrafa til ykkar samdægurs. Mjög nett, ekki satt?

Glöggir lesendur hafa tekið eftir því að ég er búinn að setja inn stöðuna í Jongl-keppninni sem er í gangi í flokknum (sjá einnig bláu valmyndina til hægri). Keppnin gengur út á það að halda sem oftast á lofti og fá fyrir það Brons-, Silfur- eða Gullbarmmerki. Markmiðið í þessari keppni er að öllum stelpunum í flokknum takist að halda 20 sinnum á lofti og þar með tryggja sér Bronsmerkið.

1 comment:

Anonymous said...

Hæ, Lára hér! hvernig sendir maður E-mailið sitt ?

Kristján Ómar ?



Veit ekki hvernig þannig að það er lara.rut@hotmail.com

Bæ, Kv Lára Rut