29 January 2007

Nánar um VogaÓlympíuleikana

Ég var núna um helgina með 6.flokk kvenna á VogaÓlympíuleikum og sú ferð heppnaðist frábærlega. Þetta er tómt fjör. Það eru nokkur atriði sem ég þarf að bæta við skráningarmiðann sem þið fenguð hjá mér.

1. Takið með dýnur !!! Dýnurnar þarna eru grjótharðar og varla hægt að sofa á. Believe me ... búinn að prófa það

2. Það er leyfilegt að taka með sér 1/2 líter af gosi til að drekka með pizzunni og nammi af frjálsu vali fyrir max 300 krónur - EKKI MEIRA. Annars vill ég að þið reynið að útbúa hollt og gott nesti. Þið þurfið á því að halda - treystið mér - því þið eruð á fullu nánast allan tímann og ekki gott að vera með fullan maga af viðbjóði á meðan.


Dagskráin fyrir ferðina lítur annars svona út:

Laugardagur
12:45 Mæting á Ásvelli við Vallarhúsið
13:00 Brottför frá Ásvöllum
13:25 Koma í Vogana
13:30-14:00 Tími til að koma fyrir dýnum, sængunum og öðru dóti
14:00 Allir mæta í íþróttasalinn - skipt í lið
14:15 Handboltamót
15:00 100 m spretthlaup
15:30 Hvíld, nestispása
16:00 Körfuboltakeppni
16:45 Trampólínhástökkskeppni
17:30 Fundur, spjall, leikfræði á 2. hæðinni
18:00-19:00 Frjáls tími
19:00 - Pizzaveisla og vídeókvöld á 2.hæðinni
21:00 Tarsanleikur í myrkri inni í íþróttasalnum
22:00 Allir komnir í háttinn

Sunnudagur
09:00 Vaknað
09:30 Morgunmatur
10:00 Fótboltamót
11:00 Sundlaugarferð
12:00 Ganga frá, taka saman dótið sitt
12:30 Lagt af stað heim


Munið að skila skráningarblöðum og þátttökugjaldi til mín í síðasta lagi á fimmtudaginn.

3 comments:

Anonymous said...

Mér líst mjög vel á þessa dagskrá og ég kem með dýnu :d en sjáumst á morgun/þriðjudaginn
Fótboltakveðja , Lára

Anonymous said...

Hææj Kristján ...ég er veik í dag/þriðjudagur og kannski Fimmt..veit ekki en er ekki viss með ólympíuleikana eða hvernig sem maður skrifar það nú..en líst vel á þetta ópl(svona stytting bara)en alla vega vona að mér batni sem fljótast
Bææj

Sesselja Ósk

Anonymous said...

Ok kem með dýnu :)