07 December 2006

Mætingakerfi í gang eftir áramót

Jæja núna strax eftir áramót fer í gang mætingakerfi sem á að virka hvetjandi á ykkur til að stunda fótboltann almennilega. Kerfið virkar þannig að þú safnar punktum í hvert skipti sem þú skrópar á æfingu, mætir seint og svo framvegis. Punktagjöfin virkar svona:

Fjarverandi án skýringar = 5 punktar
Leyfi frá æfingu = 2 punktar
(Leyfi fæst frá æfingu t.d. vegna lærdóms, annarra íþrótta, jarðarfara osfrv. en ekki vegna þess að uppáhaldsþátturinn ykkar er í sjónvarpinu á sama tíma og þið viljið frekar horfa á hann! ;)
Seinkoma = 1 punktur
Mætt á æfingu á réttum tíma og tekið þátt = 0 punktar

Um hver mánaðarmót verða síðan punktarnir sem hver og einn safnaði í síðastliðnum mánuði taldir saman og "PunktaDrottning" mánaðarins útnefnd og veitt viðurkenning fyrir að hafa safnað fæstum punktum þann mánuðinn. Hér á heimasíðunni verður síðan haldið utan um punktana hjá hverri og einni alveg fram á næsta hausti. Sú sem endar með fæsta punkta eftir tímabilið fær veitt verðlaunin "Best ástundun" á uppskeruhátíðinni í september 2007.

Það er nauðsynlegt fyrir mig að sjá það sem fyrst hversu margar stelpur ætla að æfa á fullu, til að vita hversu mörg lið ég á að tilkynna í Íslandsmótið í sumar. Vissulega þarf bara 14 stelpur til að vera með A- og B-lið en það þurfa að vera 25 stelpur til taks ef við ætlum að vera með C-lið, því það eru alltaf einhverjar í fríi og erlendis yfir sumartímann.
Sem sagt, með því að æfa samviskusamlega eykur þú líkurnar á því að þú fáir að spila fullt í sumar því ef við náum í C-lið þá eru það öruggt að allar stelpurnar fái að spila fullt af leikjum í sumar.

2 comments:

Anonymous said...

hey en ef maður er meidur og kemur samt að horfa á ??

Anonymous said...