- Eitthvað skiptar skoðanir eru um hvaða mót skuli sækja næsta sumar. Það verður rætt nánar þegar nær dregur.
- 5.flokkur er yngsti flokkurinn sem tekur þátt í Íslandsmóti, sem þýðir að leikir eru spilaðir yfir allt sumarið með nokku jöfnu millibili á bæði heimavelli og útivelli. Einhverjir af þessum leikjum gætu verið úti á landi og því ekki komist hjá þeim ferðalögunum. Það verður hlutverk foreldrastjórnar, í samstarfi við þjálfara, að skipuleggja þessar ferðir og sjá til þess að hópurinn sé búinn að afla fjár fyrir þessum ferðalögum. Á vordögum mun leikjaplan sumarsins liggja fyrir.
- Þjáflari hefur það það að meginmarkmiði að haga þjálfuninni þannig að allir hafi vettvang til að bæta sig sem knattspyrnumenn - samvinna, skemmtun, hópefli og hreyfing eru forgangsröðuð hærra eða í það minnsta jafnt á við keppnisárangur.
02 November 2006
Fyrsti foreldrafundurinn afstaðinn
Fyrsti foreldrafundurinn var haldinn í kvöld og tókst með ágætum. Mætingin var þokkalega, en 10-12 foreldrar létu sjá sig. Hin og þessi mál voru rædd, eins og gengur og gerist, en það helsta var:
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
komin vísir af fjöreldar stjórn
Þeir sem eru í foreldrastórn eru
Dröfn mamma Önnu Láru
Margrét mamma Fanneyjar
og eftir fundinn var önnur mamma sem gaf sig fram og er það hún
Anna María mamma Heiðu Rakelar
við komum til með fara af stað á nætu dögum með allavega eina fjáröflun fyrir jólafrí
ef það eru fleri foreldrar sem vilja koma og starfa með okkur þá eru allir velkomnir
vona bara að við komum til með að eiga gott og ekki síður skemmtilegt tímabil framundan
Dröfn
Gaman að heyra.
Er ekki málið að reyna að plata einn pabbann með í stjórnina?
Já sammála þér Kristján, væri gaman að fá einhverja feður í hópinn. Það koma oft fjölbreyttari skoðanir og hugmyndir þegar svona stjórnir/nefndir eru blandaðar kk og kvk.
kv Magga
Post a Comment