31 October 2006

Æfingamót á Akranesi

Laugardaginn 11. nóvember förum við á Akranes og tökum þátt í 4 liða æfingamóti sem ÍA heldur í glænýju yfirbyggðu knattspyrnuhöllinni sinni. Keppt verður í A- og B-liðum.

Mótsgjaldið er 500 krónur og er innifalið í því pizzuveisla og svali að keppninni lokinni. Mótsgjaldið greiðist til mín í síðasta lagi á æfingunni á föstudeginum 10. nóvember. Þeir sem ekki verða búnir að greiða mér þá, geta ekki komið með á mótið.

Mótið hefst klukkan 13:00 og mun taka ca. 2 og hálfan - 3 tíma að sögn mótshaldara. Við mætum á Ásvelli kl. 11:15 með það að markmiði að vera búin að skipa okkur í bíla og leggja af stað um 11:30. Það er spurning hvort einhverjir foreldrar gefi sig ekki fram og bjóðist til að aka? Við þurfum örugglega 6-7 bíla. Þið sem getið keyrt, vinsamlegast tilkynnið ykkur hér í "athugasemdir".

1 comment:

Anonymous said...

Anna Lára fer á þetta mót og má gera ráð fyrir 2-3 í bíl hjá okkur.
kveðaj Dröfn